Slingur
Þorsteinn Einarsson
Í kyrrann skóg
mig þögnin dró
loftið allt nístingskalt
og það kyngir niður snjó
ég ber til þín
brotnu skipin mín
fölnuð blóm,liðin hljóm
og á meðan birtan dvín
veröldin er horfin hafsauga í
heimurinn í molum allt fyrir bí
og enginn áttar sig á því
þökk fyrir allt
þú hafa skalt
hjartasár,örfá tár
úti bíður myrkrið svalt
um langan veg
fórum þú og ég
áður fyrr varstu kyrr
en þó óútreiknanleg