Kona
Kári Stefánsson, Þorsteinn Einarsson
Bærðist ekkert utan hjarta
einn á gangi og nóttin bjarta
bjó þig til
nætur sumars, sumar nætur
suma okkar heppna lætur
finna ást sem aldrei dvínar
ætíð finnur rætur sínar
þótt árin líði og öllu breyti
utan þér
þú ert ennþá ilmur blóma
ennþá sveipuð skærum ljóma
seiðandi bjartrar sumarnætur
sem mér ávallt finnast lætur
að friðurinn sé hér
í mínu gamla höfði og hjarta
hrekur burtu rökkrið svarta
kveikir ljós
Bærðist ekkert utan hjarta
einn á gangi og nóttin bjarta
bjó þig til
eins og blóm í haustsins haga
hátíð gerir alla daga
það er ekkert eins og þú
ástin mín fagra þá og nú