Hlauptu hratt
Þorsteinn Einarsson
Þar sem vindar blása
og þar sem vorið kemur seint
þar er nóg fyrir suma
en hinir fá ekki neitt
og mega við það una
að fá því hvergi breytt
Hlauptu hratt
hlauptu hratt vinur minn
þá er auðvelt að gleyma
hlauptu hratt
hlauptu hratt vinur minn
þú skalt láta þig dreyma
Sumir búa í húsum
aðrir búa ekki neitt
þegar haustið kemur
þá er sjaldan hlýtt
ungur nemur sem gamall temur
og þetta er ekkert nýtt
Hlauptu hratt
hlauptu hratt vinur minn
þá er auðvelt að gleyma
hlauptu hratt
hlauptu hratt vinur minn
þú skalt láta þig dreyma