Verðandi
Ég er staður og stund
Stafir mínir eru látlausir og beittir
Ég er gola og grund
Gárur hafsins
Já, ég er allt sem er, allt sem er
ÞRæðir, bensli og bönd
Bindast saman er flétta ég þér örlög
Höfin, loftið og lönd
Lífið sjálft
Já, það fer eins og það fer
Brunnurinn sýnir málverk og myndir
Menn og guðir eru daufir og blindir
Hún er Verðandi, hún er Verðandi
Ég er Verðandi
Ég er Verðandi
Ég er Verðandi
Ég er Verðandi
Sitjum allar í sátt
Systur mínar hafa bakið hvor í aðra
Fléttum þrefaldan þátt
ÞÉr og öðrum, það fer eins og það fer
Brunnurinn sýnir málverk og myndir
Menn og guðir eru daufir og blindir
Örlög bundin í sælu og syndir
Ég er Verðandi, ég er Verðandi
Ég er Verðandi
Ég er Verðandi
Ég er Verðandi
Ég er Verðandi
Ég er Verðandi (hún er Verðandi)
Ég er Verðandi
Ég er Verðandi (hún er Verðandi)
Ég er Verðandi
Hún er Verðandi, velmegun og lán
Hún er Verðandi, útskúfun og smán
Hún er Verðandi, væntumþykja sönn
Hún er Verðandi, hatur, níð og bönn
Hún er Verðandi, vosbúð, hungur, kvöl
Hún er Verðandi, kræsingar og öl
Hún er Verðandi, allt sem núna er
Hún er Verðandi, það fer eins og það fer
Ég er Verðandi