Vanaheimur

Skálmöld

vanir vísir (vanir eru vísir)
flesta fýsir (vissu flesta fýsir)
framtíð finna (framtíð sína finna)
sögur sinna (frægðarsögur sinna

forynja banar ferðalang
feikn yfir hana rignir
hreykir sér svanur hátt á drang
hér sofa vanir hyggnir

vaknar vorið (vaknar núna vorið)
barn er borið (vanabarn er borið)
flýgur freyja (flýgur yfir freyja)
djöflar deyja (fimbuldjöflar deyja)

nýtt upphaf þegar freyju þér ég fel
og frigg skal rækta vandað hugarþel
hér svala máttu þreytu þinni
því segi ég það fyrsta sinni
nú blótum við því barnið sefur vel

nýr dagur rís og fer svo allt of fljótt
kvöld færist yfir, loks er komin nótt
hér svala máttu þreytu þinni
því segi ég það öðru sinni
nú blótum við því barnið sefur rótt

nýr kafli hefst og tunglsins skin er skært
og skýin hafa hulu sína fært
hér svala máttu þreytu þinni
því segi ég það þriðja sinni
nú blótum við því barnið sefur vært

Curiosidades sobre la música Vanaheimur del Skálmöld

¿Cuándo fue lanzada la canción “Vanaheimur” por Skálmöld?
La canción Vanaheimur fue lanzada en 2016, en el álbum “Vögguvísur Yggdrasils”.

Músicas más populares de Skálmöld

Otros artistas de