Ratatoskur

Hlauptu, hlauptu kjarrið allt um kring
Farðu, farð hratt um lauf og lyng
Berðu, berðu fregnir til og frá
Segðu, segðu hvað er nú og hvað var þá

Íkorni sagði við urðar nornir
Eru þá drekarnir himinbornir
Nú hefur hann með nöðruher
Níðhöggur þorpið undir sér

Ullur og fólkið frá ýdölum flýði
Ólaði á sína fætur skíði
Veðurfölnir og yggdrasils örn
Eftir sér toguðu konur og börn

Ratatoskur frá rótum að krónum
Rennur um askinn á stofni grónum

Allar nætur nagar rætur (alla daga, allar nætur, annar þeirra nagar rætur)
Hinn í toppum (situr hinn í háum toppum)
Hleypur loppum (hleypur skögull fimum loppum)
Herir meiða (herir vilja hina meiða)
Hræða deyða (hræða kvelja slá og deyða)
Enginn heimur (án hans væri enginn heimur)
Himingeimur (engin jörð né himingeimur)

Curiosidades sobre la música Ratatoskur del Skálmöld

¿Cuándo fue lanzada la canción “Ratatoskur” por Skálmöld?
La canción Ratatoskur fue lanzada en 2023, en el álbum “Ýdalir”.

Músicas más populares de Skálmöld

Otros artistas de