Stendur æva

Dugur er með dvergum
Dvína, heimar
Niður að Ginnungs
Niði sökkva;
Oft Alsviður
Ofan fellir
Oft af föllnum
Aftur safnar

Stendur æva
Strind né röðull
Lofti með lævi
Linnir ei straumi
Mærum dylst
Í Mímis brunni
Vissa vera;
Vitið enn, eða hvað?

Dvelur í dölum
Dís forvitin
Yggdrasils frá
Aski hnigin;
Álfa ættar
Iðunni hétu
Ívalds eldri
Yngsta barna

Eirði illa
Ofankomu
Hárbaðms undir
Haldin meiði;
Kunni síst
Að kundar Njörva
Vön að værri
Vistum heima

[Vonlenska]

Sjá sigtívar
Syrgja Naumu
Viggjar að véum;
Vargsbelg seldu
Lét í færast
Lyndi breytti
Lék að lævísi
Litum skipti

[Vonlenska]

Valdi Viðrir
Vörð Bifrastar
Gjallar sunnu
Gátt að frétta
Heims hvívetna
Hvert er vissi;
Bragi og Loftur
Báru kviðu

[Vonlenska]

Galdur gólu
Göndum riðu
Rögnir og Reginn
Að ranni heimis;
Hlustar Óðinn
Hliðskjálfu í;
Leit braut vera
Langa vegu

Curiosidades sobre la música Stendur æva del Sigur Rós

¿Cuándo fue lanzada la canción “Stendur æva” por Sigur Rós?
La canción Stendur æva fue lanzada en 2020, en el álbum “Odin’s Raven Magic”.

Músicas más populares de Sigur Rós

Otros artistas de Post-rock