Friðargarðurinn

[Verse 1]
Mjólkurhvít ský þau skríða yfir bæinn
Skuggi undir húsvegg lifnar við
Hér á meðal trjánna í garðinum græna
Geta allir fundir ró og frið

Mosavaxin trén þau tala við mig
Taka burtu stressið úr huga mér
Yndislegar sögur mér segja
Að sálir dauðra lifi í sér

[Chorus]
Í friðargarðinum gefur að líta
Gamlar konur arfann slíta
Rónar drekka deginum að eyða
Dópaðan ungling ástina leiða
Fólk á göngu fyrir háttinn
Þar fékk hann Þórbergur dráttinn

Í friðargarðinum
Í friðargarðinum
Í friðargarðinum
Í friðargarðinum

[Verse 2]
Ég sé ártöl höggin í hrjúfa steina
Heiðnar rúnir, engla og ský
Nöfn á fólki fallin í gleymsku
Falin milli trjánna garðinum í

Mjólkurhvít ský þau skríða yfir garðinn
Skuggar undir trjánum lifna við
Kött sé ég hljóðlaust klifra birkið
Kvöldið færir huganum frið

[Chorus]
Í friðargarðinum gefur að líta
Gamlar konur arfann slíta
Rónar drekka deginum að eyða
Dópaðan ungling ástina leiða
Fólk á göngu fyrir háttinn
Þar fékk hann Þórbergur dráttinn

Í friðargarðinum
Í friðargarðinum
Í friðargarðinum
Í friðargarðinum

[Instrumental Bridge]

[Chorus]
Í friðargarðinum
Í friðargarðinum
Í friðargarðinum
Í friðargarðinum...

Curiosidades sobre la música Friðargarðurinn del Bubbi Morthens

¿Cuándo fue lanzada la canción “Friðargarðurinn” por Bubbi Morthens?
La canción Friðargarðurinn fue lanzada en 1989, en el álbum “Nóttin langa”.

Músicas más populares de Bubbi Morthens

Otros artistas de