Bak við veggi martraðar

[Verse 1]
Ég vaknaði um óttu við uggvænan draum
Óm af röddum heyrði ég berast
Ég kafaði vökunnar kalda straum
Og kallaði: "Hvað er að gerast?"

[Chorus]
Bak við veggi martraðir myndin af þér lifir
Margoft hef ég gullið mitt reynt að komast yfir

[Verse 2]
Þú efar sjálf þær sögur enn
Að sagan geymi svo vonda menn
Sem ástina blekkja og sólina særa
Systir margt þarft þú enn að læra

[Chorus]
Bak við veggi martraðir myndin af þér lifir
Margoft hef ég gullið mitt reynt að komast yfir

[Verse 3]
Býr í djúpi borgaróttinn
Bæli á í augum manna
Sem bíða þess að bilsvört nóttin
Bryðji þá á milli tanna

[Chorus]
Bak við veggi martraðir myndin af þér lifir
Margoft hef ég gullið mitt reynt að komast yfir

[Verse 4]
Kominn er vetur milda móðir
Mjöllin hylur gömul spor
Ástin fýkur um freðnar slóðir
Fölur bíð ég komi aftur vor

[Chorus]
Bak við veggi martraðir myndin af þér lifir
Margoft hef ég gullið mitt reynt að komast yfir
Bak við veggi martraðir myndin af þér lifir
Margoft hef ég gullið mitt reynt að komast yfir

Bak við veggi martraðir myndin af þér lifir
Margoft hef ég gullið mitt reynt að komast yfir

Curiosidades sobre la música Bak við veggi martraðar del Bubbi Morthens

¿Cuándo fue lanzada la canción “Bak við veggi martraðar” por Bubbi Morthens?
La canción Bak við veggi martraðar fue lanzada en 1987, en el álbum “Dögun”.

Músicas más populares de Bubbi Morthens

Otros artistas de